í gær þá var bílnum mínum lagt á efra bílastæðinu í smaralindinni.

þegar ég kom að bílnum þá hefði einhver rekist utan í hann og sett leiðinda beyglu á afturhornið á bílnum. ég myndi giska að bílinn væri dökk blár eftir litnum sem nuddaðist á bílinn minn.

sem betur fer þá varð vitni af þessum atburð. Kona sem hafði verið nýkomin á bílastæðin hinum megin og sá þetta gerast. ég kom skömmu eftir atburðinn að bílnum eftir atburðinn og konan var ennþá þarna. hún sá að ég átti bílinn og sagði mér hvað hafði gerst. mér til mikillar lukku þá mundi hún bílnúmerið af bílnum.

nú bið ég þá sem hafa aðgang að bifreiðaskránni og myndu vilja hjálpa mér að finna óþokkan sem stakk af. að hafa samband við mig bara í gegnum private msg á huga. eða e-mail <a href=“mailto:axyne@isl.is”>axyne@isl.is</a>

ef einginn getur hjálpað mér. þá ætla ég bara að fara með þetta til lögreglu.

Vill þakka góðu konunni aftur fyrir hjálpina. hún ætlaði að skrifa á miða númerið og segja mér hvað hefði gert. og skilja það eftir á framrúðinni.

ég vildi að allir gætu verið svona hjálpsamir.