Hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll síðastliðin tíu ár mun vera McLaren F1 sem sést hér að ofan. Vissulega má þó deila um hvað telst vera fjöldaframleiðsla, en einungis 100 bílar af þessari gerð voru framleiddir frá 1992 til 1998 þegar framleiðslu þeirra var hætt.

Bíllinn er með 12 strokka og 627 hestafla vél sem nær að koma bílnum á yfir 380 km hraða á klukkustund. Fjórir ventlar eru á hverjum strokk og slagrými vélarinnar er 6,1 lítri. Þá eru fjórir knastásar á vélinni.

Ekkert var til sparað þegar McLaren F1 var hannaður, til að mynda er gull notað til að leiða hita frá vélinni. Verð bílsins var enda hátt, um ein milljón dala eða yfir 80 milljónir króna. Þar sem einungis hundrað bílar voru framleiddir má búast við að verð á notuðum bílum af þessari gerð sé síst lægra en upphaflegt söluverð