Mig langar að segja ykkur frá smá óhappi sem ég lenti í á Toyotu Yaris í gær. Ég er að vinna á svoleiðis bílum, eru í eigu Domino's pizza.
Ég var að fara með sendingu frá spönginni upp í mosó, lengst upp í mosó, þannig ég ákvað að fara Hafravatnsleiðina til að vera fljótari. Vegurinn var frekar sleipur en gripið var alveg sæmilegt og enginn annar bíll sjáanlegur þannig ég keyrði frekar hratt.
Svo kem ég á 80-85kmh í langa og aflíðandi beygju en beygjan verður alltaf meiri og meiri, þannig að ég stíg létt á bremsuna. En bíllinn læsir fljótt afturhjólunum! Og auðvitað var þetta eins og ég hefði tekið handbremsubeygju þarna, afturendinn hentist til hægri, ég beygði auðvitað strax á móti og gíraði niður til að spóla hann til baka. Nema bílinn er svo hrikalega máttlaus að það virkaði ekkert að spóla hann til baka, en þegar ég var að ná bílnum til baka kastaðist hann á hina hliðina og þar sem þessi bíll er svo fáránlega stuttur snýst hann hraðar en andskotinn. Ég réði ekkert við hann og stökk fram af veginum á hlið á 80kmh! Ég rann á fleygiferð yfir smá skurð, yfir lítinn runna og endaði svoldið frá veginum.

Mér fnnst nú þrátt fyrir þetta mjög gott að bíllinn valt ekki.

Ég hef líka svoldið keyrt Avensis og hef prufað ABS-ið í honum, sem er algjörlega hræðilegt! Ég sjálfur næ að bremsa miklu fyrr í hálku á honum ef ég tek ABS-ið úr sambandi.

Ég læt mynd fylgja þessu líka, það sést reyndar bara lítið á henni vegna myrkurs.
Accent ‘95 - Micra 2,0GTi ’96