'Eg er að fara að skipta um bíl og uppítökuverð á honum í öllum bílaumboðum er 825.000 kr. Þetta er Toyota Avensis og umboðið tekur hann uppí á 850-870.000 kr. Þessar tölur á bilinu 825.-870.000 er ég mjög sáttur við. ‘Eg hef hringt í Brimborg, IH, Heklu og þeir segja allir að það eru engar heilagar tölur og menn semji um milligjafir.

Svo fann ég draumabílinn hjá Bílalandi B&L á 1.290.000 kr. Samt er listaverð á þeim bíl ekki nema 1.100.000 kr. Sá bíll er ekkert lítið ekinn eða neitt svo þessi hækkun of mikil. ’Eg tala við sölumann sem er tilbúinn að taka minn uppí á 790.000 kr og var tilbúinn að slá 30.000 kr af verði hins bílsins. Sem þýddi að ég væri að borga 35.000+160.000 kr of mikið fyrir hinn bílinn.

Þetta þykja mér ekki góðir viðskiptahættir hjá B&L og þeir eru ekki einu sinni með notuðu bílana eitthvað ódýrari.

Svo ég fékk bíl hjá Toyota-umboðinu og þar sömdum við um milligjöf og ég er mjög sáttur núna.. :