Ég sé að margir eru að tala um hvað þeir eru með inn í skúr
svo ég ætla að deila þessu með ykkur líka.
2001
Ég keypti mmc colt turbo fyrir uþb 2 árum á 45þús kr með úrbrædda vél og hélt að það yrði sko ekkert mál að fá parta í hann og gera hann upp.
en þá kom í ljós að svo er ekki ég fór á allar parta sölur sem ég fann og loksins fann ég vél með ónyta túrbínu og búið að klippa á öll tengi og vacum. en ég fann túrbínu annar staðar og smellti þessu öllu á vélina og tók öll gömlu plöggin af gömlu vélini, gerði upp heddið og setti opið púst boost controller og álfelgur undir hann.
2002
en svo komst ég að því að vélin sem ég setti í hann var orðin frekar slöpp(óþéttir oliuhringir).
og ekki nóg með það þá var búið að fúska öxulfestingu sem brotnað þegar eitthvað átak kom á hana.
2003
vélin var að gefa sig það fór einhver pakking eða eitthvað og öll olian rann útaf vélini á MJÖG stuttum tíma. en ég vissi af öðrum colt turbo í hafnarfirði(sem ég bý í) sem að kona hafði átt í áraraðir þannig að ég bankaði bara upp á hjá henni og keypti bílinn af henni.
og sú vél rauk í gang og það var sett glæný turbína á þá vél fyrir 2 árum og mjög góður og lítið slitinn kassi var einng í honum.
svo nú þarf ég bara að skipta um vélar og setja græjuna á númer.
MMCCOLT HEFUR TALAÐ