Ég fékk einhverja flugu í höfuðið að upphugsa hvað væri hinn fullkomni klassíski, ameríski bílskúr. Sem sagt þrír gamlir amerískir sem væru hin fullkomna þrenning.

Í fyrstu atrennu er ég að hugsa eitthvað sportlegt, stór tveggja dyra fleki og alvöru stutt limmó.

Mig langar mikið að fitta inn einhverjum <b>Mustang</b>, t.d. <b>Shelby 350GT</b> eða <b>Mustang 390GT</b> ala Bullitt, en á erfitt með að réttlæta þá framyfir <b>Chevy Corvette ‘63 Split Window Coupe með 327cid og Turbo Jet Injection</b>. Og þú hann hefði bara nokkra blöndunga :)

Mér finndist ég næstum vera að svindla ef ég tæki <b>Ford GT40 MkIII</b>, enda nánast breskur, en efalaust einn besti sportbíll með Ford merkinu…

Fyrir flekana yrði það að vera <b>Buick Riviera</b>, fyrsta árgerð (’68) og tískubíllinn <b>Lincoln Continental</b> með sjálfsmorðhurðum að aftan. Sama gerð og var t.d. í fyrstu Matrix myndinni.

Hvað dettur ykkur í hug? :)

Á sömu nótum væri gaman að pæla í hvað væri hinn fullkomni þriggja bíla bílskúr með klassískum amerískum vélum :)<br><br>-
“vá þú ert einn einhverfasti gaur sem ég veeit um ertu með svona litið typpi eða eða ert bara svo ljotur vá finndu þér konu og nytt líf sver það…..”- GRAdURGAUR

“Enga meiri <i><b>fokkings</i></b> ameríska lágkúru!!!” - eaue [leturbreytingar mínar]