Zazou sendi inn könnun og ég er mjög forvitinn um útkomuna en vil gera grein fyrir mínu svari sem er “nei”.

Ég gíra ekki niður þegar ég nálgast rautt ljós þar sem ég sé ekki tilganginn í því að slíta gírkassa og kúplingu þegar ég get notað bremsurnar. Ég man reyndar eftir því að í bókinni yfir M5 bílinn var lagt blátt bann við þessu og einnig var minnst á að maður ætti að nota bremsurnar rösklega, ekki stíga á bremsuna 200 metrum fyrir rauða ljósið og hægja ferðina mjög hægt, þá hreinsa diskarnir sig ekki ;-)

Ég gíra hinsvegar alltaf niður fyrir beygjur og tek þær oftast á vélinni, annaðhvort með gjöf eða vélarbremsun….<br><br>“They cost the same as ugly ones&#8217;” Ferruccio Lamborghini um einkaritarana sína þrjá…