Ég keyri frekar mikið og oft á kvöldin þá dettur mér í hug að skreppa út úr bænum(Fáskrúsfirði) og á einhvern annan fjörð og þá hef ég tekið eftir því að þeir sem eru á jeppum og stórum bílum slökkva nánast undantekningalaust EKKI á “litlu” kösturunum sem eru undir ljósunum. Ekki það að fólksbílarnir séu eitthvað skárri en maður verður ekki staurblindur af þeim en kastararnir á jeppunum eru svo hátt uppi að þeir skína beint í augun á manni þannig að maður sér ekki neitt.

Ég var á leiðin frá Fásk og yfir á Seyðisfjörð og ég mætti fjórum jeppum og einum flutningabíl og ENGIN af þeim slökktu á kösturunum sem er bara asnalegt en hvað getum ´við á ltlu bílunum gert??? Nú ef við hækkum ljósinn þá gera þeir það líka og ef maður blikkar þá, nú þá blikka þeir mann til baka…

Ömurlegt ekki satt..
EvE er málið