Mikið rosalega er ég orðinn þreyttur á þessum vörubílum sem eru að keyra til og frá námunni æ þarna undir Vífilsfelli. Maður lendir á eftir þeim við rauðavatn og silast oft á eftir þeim alla leið þarna uppeftir á ca 70 - 80. Ég veit að það er óraunhæft en væri ekki sniðugt að skella einni akrein hvorum megin þennan spotta þar sem þessir silakeppir þurfa nú endilega að vera að þessu.

Svo er það annað (nú halda allir að ég keyri eins og vitleysingur). En mér var kennt það þegar ég var að læra á bíl að þeir sem keyri hægt ættu að halda sig sem mest á hægri akrein og þeir sem kysu að keyra aðeins greiðar ættu að keyra vinstra megin. Margir fatta þetta en svo er það einn/ein og einn/ein sem virðist halda að þetta sé akkúrat öfugt þannig að allar akreinar verða undirlagðar silakeppum. Þessu hef ég oftar en ekki lent í á miklubrautinni þar sem fólk virist halda að enn sé 50 km hámarkshraði.

Fyrirgefið nöldrið en ég varð að koma þessu frá mér

Saxinn