Hérna ætla ég að skrifa stutta grein um bílinn minn. Bíllin minn er silfurlitaður Audi TT bíll. Ég fékk hann í afmælisgjöf frá kærestunni minni og fjölskyldunni minni, kærestan átti hugmyndina. Þetta er án efa besta gjöf sem að ég hef fengið. Fyrst þegar að ég fékk hann var ég bara alltaf að fara í bíltúra og ég bauðst til að keyra alla hvert sem er. Eins og til að fara með kærestuna mína til vinkonu hennar, hundinn minn til dýralæknis en núna er ég minna að gera svona hluti, gera það oftar þegar að ég er skipaður til að gera þetta og þannig. Samt elska ég bílinn minn ennþá jafn mikið og kalla hann Elskuna mæina eins og þið hafið tekið eftir.

Einu sinni var ég að fara til vinar míns, ég fór inn til hans var þar í svona tvo klukkutíma en þurfti svo að fara heim var þá ekki köttur ofan á bílnum mínum svo þegar hann fór getiði hvað hann skildi eftir? Hann skildi eftir kúk, stór feitur kúkur á húddinu á mínum heitt elskaða bíl! Ég fór aftur inn til vinar míns og bað um eldúsrúllu til að að taka kúkinn af, þá fór vinur minn að skellihlæja og sagði svo gott á þig! Svo sagði hann joke, þetta var svo stór kúkur týpískt að kötturinn hafi verið óléttur og væri að kúka fyrir fjóra að eitthvað.

Einu sinni prufaði ég að láta bílinn minn á bílasölu bara til að prufa hvort einhver hafði áhuga á að keypa hann. Þetta var bara í gríni sko, ég myndi aldrei selja elskuna mína. Það leið vika og ég hugsaði hefur enginn áhuga á því að keupa þennan fallega bíl? Svo hringdi undur maður í mig og sagðist vilja kaupa bílinn. Hann sagðist vera tilbúinn að borga fimm milljónir fyrir bílinn, ég sagði við hann: “Nei, ég hef verið að hugsa að halda bílnum bara og sleppa því að selja hann” Getiði hvað hann sagði þá? Hann sagði: “Ég skal borga 250 þúsund krónum meira” Þá sagði ég nei og þá var hann svo æstur í þennan bíl og sagði: “En 500?”

En núna hef ég ekkert að segja meira um bílinn minn í bili.

Kveðja Jackson5