Vegna breytta lífsviðhorfa eru báðir bílarnir mínir til sölu.

Sá fyrri er Nissan Sunny ‘93, 1.6 SRi. Bíllinn er keyrður 213þús en ber þess þó engin merki þar sem ALLT var tekið í gegn þegar ég keypti hann og hefur síðan verið haldið mjög vel við. Undir bílnum eru tiltölulega nýjar álfelgur og í honum er einnig nýlegur Pioneer geislaspilari, ásamt þokkalega öflugum hátölurum. Undir bílnum er nýtt sérsmíðað kraftpúst og einnig er nýbúið að fara með bílinn í stillingu. Hann er skoðaður fyrir 2004.
Verðhugmynd er 230 þúsund.


Svo er það elskan mín. Honda Civic ’00 1.6 VTec. Þessi elska er 160 hestöfl. Eins og áður segir er hann ekki nema þriggja ára gamall og þ.a.l. er allt í honum eins og nýtt. Ég þekki tvo síðustu eigendur (4 frá upphafi, sá fyrsti mjög stutt) persónulega og þeir fóru báðir mjög vel með bílinn og hann hefur nánast aldrei lent í spyrnum og hefur ekki verið þrykkt eitthvað að óþörfu. Felgurnar undir hann kostuðu 260 þúsund útúr búð, og líta mjög vel út (Einnig fylgir með annar gangur af álfelgum sem henta betur undir vetrardekk). Í honum er Pioneer geislaspilari ásamt mjög öflugum 3-way Pioneer hátölurum og aftur í eru einnig allir snúrur sem þarf til að tengja magnara og bassabox.
Verðhugmynd er 1.200 þúsund, en auðvitað skoða ég öll tilboð.

Hægt er að hafa samband við mig annað hvort hérna á huga með skilaboðum, eða í síma 861-6454.
Siggeir.

Hægt að er sjá myndir af báðum bílunum á http://kasmir.hugi.is/kasmir/main.php3?id=6&uname=JohnnyB<br><br>_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

<i>“For every fucking second the pathetic media pisses on me and judges what I am in one paragraph - Look here - Fuck you all!”</i>

Phil Anselmo (War Nerve)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _