Góðan dag hugarar!

Núna vantar mig smávegis aðstoð frá mér mun reyndari mönnum. Grunar reyndar hvað málið er en væri til í að fá staðfestingu á því.

Málið er að ég er á '98 módeli af Ford Mondeo - nokkuð sáttur við hann, nema að stundum þegar ég bremsa kemur nokkurs konar “sarg” hljóð. Þetta hættir síðan og kemur ekki aftur fyrr en eftir nokkra stund. Hvort þetta kemur eingöngu í bleytu er ég hreinlega ekki viss um - aðeins nýtilkomið og hefur þá aðeins gerst í bleytu.

Getur ekki verið að það þurfi að skipta um bremsuklossana? Nú virka bremsurnar sérlega vel og ekkert út á það að setja en eins og gefur að skilja er þetta ekki sérlega traustvekjandi. Ef um bremsuklossana er að ræða hvað get ég ekið lengi á þeim svona áður en ég skipti? Er að fara með bílinn í “meðferð” hjá Brimborg eftir 2 vikur og nenni eiginlega ekki að standa í því að fara með hann fyrr vegna þess - vil þó ekki skemma neitt.

Með fyrirfram þökk,
thisman