Sælir,

ég er með hugmynd af litlu bílablaði í kollinum. Blaðið myndi in thoeory minna soldið á MAX POWER. Það er flottar myndir af flottum bílum og svo smá upplýsingar um bílinn + lítið viðtal við eigandan. Svo væri gaman kannski að hafa græju umfjöllun og eitthvað fleira tengt þessum bransa…jafn vel troða breyttum jeppum inn í þetta og (ó)nauðsinlegum útbúnaði fyrir þá. Svo væri ekki leiðinlegt að troða einhverjum gellum í þetta, hehe (ekki að sjá að það gangi upp:)

Já, þetta er hugmyndin í aðalatriðum…blaðið myndi kannski notast við svipaðan pappír og í Séð og heyrt - mér skilst að hann sé ekkert sérstaklega dýr…reyndar þekki ég ekkert inn á þennan bransa í sambandi við verðin. Svona þegar ég hugsa um þetta..er pappírin+liturinn sem fer í fókus og gamla 24/7 ekki miklu hagstæðari? Gæðin í því eru ekki slæm…

Svona í fljótu bragði gæti ég ímyndað að 3 tölublöð kæmu út og myndi líða mánuður á milli hvers og eins.
(ef áhugi er fyrir þá er aldrei að vita nema þau yrðu fleiri?)

Er áhugi fyrir svona blaði? Einhverjar hugmyndir um efnið í blaðið? Finnst ykkur líklegt að auglýsingar nái að borga kostnaðinn?<BR
Beer - it's not just for breakfast anymore.