Daginn.

Þar sem ég er að láta taka upp vélina í bílnum mínum og hef fengið mjög slæma reynslu af einu af verkstæðunum hérna á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er mál með vexti að ég fór með bílinn minn í kistufell í byrjun júlí og þeir seigja við mig að þeir gætu kanski byrjað á honum eftir 2 vikur, þar sem að ég veit að það ætti ekki að taka lengri tíma en svona 2daga að gera þetta ef maður myndi ekki gera neitt annað en að vinna í þessu einn þá reiknaði ég með svona 2 vikum. Gott mál síðan þessum mánuði seinna fer mér ósjálfrátt að hlakka til. Fer og spyrst fyrir um vélina þá fæ ég að vita það að þeir séu ekki ennþá byrjaðir. Ég verð þá soldið fúll og spyr afhverju ekki? Svörin sem ég fékk þá vorur, jú sjáðu til það eru búin að vera veikindi.

Ok ég fer að ræða þetta við mann sem er að vinna á verkstæði nálægt þeim, og hann tjáði mér það að það væri 1 maður búinn að vera veikur í viku. Og núna í dag 11 sept þá eru þeir ennþá með bílinn og vonast ég eftir að fá hann fyrir mánaðamót. Kanski að þeir vinni vinnuna sína vel en allavegna ekki hratt, það sem ég er búinn að læra af þessu er að vélaverkstæði kistufell eru ekkert annað en hópur glæpamanna að bjóða manni uppá þetta. Síðan hef ég líka átt viðskipti við varahlutaverslunina nyðrí brautarholti og þeir hafa reynst mér mjög vel og mæli ég með þeim hvenær sem er.

En þessi bið eftir bíl sem ætti að taka mestalagi um svona mánuð er ekki bjóðandi fyrir neina mannveru!

Og langaði mér að miðla þessari slæmu reynslu minni til ykkar og vonast að þið sem eruð að fara með eithvað á vélaverkstæði leitið eithvert annað!

Kv. Sinnep
<H1></H1><a href="