Ég kommentaði einhvern tímann á það í grein, sennilega í reynsluakstrinum á S60 hvað það væri erfitt orðið að sjá út úr nýjum bílum í dag. Ég hef einmitt mjög góðan samanburð í dag þar sem ég á 22 ára gamlan bíl með mjög mjóa pósta og það er hreinlega yndislegt að keyra hann því það fer ekkert framhjá manni og maður sér óaðfinnanlega vel í allar áttir og finnst mér þetta geysi mikill kostur.

Nú ber svo við að búið er að kanna þetta og menn loksins að fatta eitthvað sem að ég er búin að vita lengi og það er að svona breiðir póstar eins og eru í bílum í dag eru hættulegir. Þeir eru vissulega sterkari og betri í árekstrum, en þeir skerða útsýni svo mikið að líkur á árekstri eru mun meiri og ég EFA það ekki að mörg slys má rekja til “blind spots” vegna hönnunar.

Kíkið á þetta hér.

<a href="http://www.pistonheads.com/news/default.asp?storyId=7298">http://www.pistonheads.com/news/default.asp?storyId=7298</a>
<br><br>“They cost the same as ugly ones&#8217;” Ferruccio Lamborghini um einkaritarana sína þrjá…