Mig langaði bara að vekja athygli fólks á möguleikanum að senda inn myndir. Við fáum orðið frekar fáar myndir inn og því miður er vænn hluti þeirra ekki í gæðaflokki sem mér finnst viðeigandi.

En ég vil samt endilega fá myndir inn, en vil bara hvetja fólk til að passa að senda inn myndir sem eru skýrar og ekki of litlar og sömuleiðis að í textanum komi a.m.k. fram af hverju myndin er. Það er frekar þreytt að fá pínulitlar myndir af bíl sem er varla hægt að bera kennsl á og meðfylgjandi texti er kannski bara “flottur”.

Það er líka meira gaman að myndir séu ekki á forsíðu of lengi, en sömuleiðis að þær fái að njóta sín í dag eða svo a.m.k. Þannig er 1-2 dagar ágætt fyrir hverja mynd og því vildi ég frekar að fólk sendi inn bara eina mynd í einu, nema í sérstökum tilfellum kannski, og passaði á móti gæðin.

Nokkra hentuga punkta varðandi innsendar myndir má finna <a href="http://www.hugi.is/bilar/bigboxes.php?box_id=54642“>hér</a>.<br><br>-
”…it's hard to believe anybody ever thought a '58 Buick was an attractive car, unless perhaps you owned a chrome-plating business. Whatever were the circumstances that made people think this thing was beautiful?" - Jay Leno