framhald frá því hér að neðan. ég fór í Toyota umboðið í dag með Avensisinn minn. Þetta er semsagt olíubruni. Maðurinn sem ég talaði við sagði að þar sem bíllinn væri ekki í ábyrgð er þetta allt á minn kostnað. Eðli málsins samkvæmt. Ég fór eitthvað að tala um að þetta hlyti að vera galli ef bíllinn sé að brenna olíu, ekinn 70.000 km.

Þá fór maðurinn að setja út á smurbók bílsins. Sá sem átti hann á undan mér er lærður bifvélavirki og skipti sjálfur um olíu á 5000-6000 km fresti. Síur og allt þetta, fer yfir allt sjálfur. Hann fór með bílinn í þjónustuskoðanir þar til bíllinn var ekinn 35.000km. Ég þekki manninn mjög vel og treysti honum að þessi smurbók sé rétt. Ég veit það, þekki hann mjög vel. Þjónustufulltrúinn í Toyota lét í ljósi skína að smurbókin væri fölsuð. “Hver sem er getur búið til smurbók ef hann vill” sagði hann sem kom mjög illa við mig. það er náttúrulega auðvelt að falsa smurbók, en þegar eigandinn heldur því fram mætti slaka á .Auk þess væri mjög sérstakt ef að lærður bifvélavirki myndi ekki hugsa slík grundvallaratriði að skipta um olíu á bílnum sínum.

Það sem gerist núna er að þeir fá bílinn og skipta um olíu á honum= 5000 kall. Það dugir ekki að ég viti það að bíllinn sé að brenna olíu og hef vitað í smá tíma og nánast ný olía (3 vikur síðan ég fór síðast á ssmurstöð)sé á honum og vantar tæpan lítra á. Þeir verða að sjá það sjálfir. Eftir 1000 km á ég að koma með bílinn í mælingu. Þá fyrst fara þeir að skoða eitthvað.