Ég er á Toyota Avensis 99 ekinn 71.000 km. Allt í einu er bíllinn farinn að brenna mikilli smurolíu. Hann var smurður fyrir 1600 km síðan og vantar allavega helming á hann núna. Ekkert lekur úr bílnum, hann virðist þurr að neðan. en augljóslega er eitthvað að. Þessi bíll hefur ekki klikkað að öðru leiti.
Það sem ég ætla að spyrja ykkur er, nú er þessi bíll 3 ára og 8 mánaða. Ábyrgðin gildir í þrjú ár eða 100.000 km, hvort sem kemur fyrst. Því er þessi bíll ekki í ábyrgð.
Hvernig haldið þið að P.Samúelsson taki á þessum málum? Á ég að þurfa að borga fullan kostnað af þessum viðgerðum sem gætu verið kostnaðarsamar. Ef svo er finnst mér það mjög slappt.

Ég átti Corollu 88 ekna 260.000 km og hún hreyfði lítið við olíu,samskonar Avensis sem bróðir minn á, 1998 árgerð hreyfir ekki við olíu og mörg fleiri dæmi.

Endilega segið ykkar álit sem ég gæti lesið áður en ég fer og tala við P.Samúelsson á morgun.

Þakka ykkur kærlega :)