Jæja, haldið þið að Transaminn minn hafi ekki verið skemmdur áðan.  Það var dúnrað aftaná mig á ljósum.  Ég stoppaði á rauðu beygju ljósi en sá sem keyrði á mig hefur líklegast ruglast á því að það var grænt ljós áfram.  
Minn bíll skemmdist lítið en hinn bíllinn (Almera) er í köku.  Nú sit ég hér með hausverk og hálsríg og er að undirbúa mig að slást við tryggingafélagið (eins og það er nú skemmtilegt).  :(
JHG