Þannig er mál með vexti að ég er á ´87 módel af MMC Lancer og á við einkennilegt vandamál að stríða. Í svona 40% tilvika sem ég starta bílnum lætur hann eins og hann sé rafmagnslítill, þ.e. hafi varla orku í að starta bílnum. Svo held ég áfram að starta og smám saman lagast þetta og bílinn rýkur í gang. Svo þegar hann kemst í gang eru allar stillingar á geislaspilaranum dottnar út og sömuleiðis klukkan, líkt og hann hefði orðið rafmagnslaus!
Hefur einhver hérna hugmynd um hvað þetta gæti verið, etv. startarinn farinn að gefa sig!?!

með fyrirfram þökkum,
-equis