Í bílablaði moggans í dag er sagt frá rannsókn ADAC í þýskalandi á Shell V-Power. Niðurstöður þeirrar rannsóknar eru að “SHELL V-Power-bensín er nánast gagnlaust hvað varðar að gera bíla aflmeiri samanborið við það að nota einungis venjulegt 92 oktana bensín.”

Langaði að benda á þetta þar sem annarsstaðar hér á síðunni er grein um V-Power. V-Power getur verið gott til síns brúks, þ.e. fer betur með bílvélar og sitthvað fleira. Shell auglýsir þetta hinsvegar sem “kraftmeira bensín” og samræmist það amk. ekki rannsókn ADAC.

Dune<br><br>———————————–
clean desk is a sign of a sick mind
———————————–