Tekið af rally.is

Ekin var leið um Mælifellsdal 4 sinnum(4x25km) og var greinilegt að þeir bræður hafa greinilega komist fyrir þessa bilun sem hrjáði Subaru bíl þeirra því þeir tóku vel á því og unnu Shell Sport rallið sem fór fram í Skagafirði 26 júlí síðastliðin.

Aðalkeppinautar þeirra á Metro Sigurður Bragi og Ísak áttu afturá móti ekki góðan dag,
Á fyrstu leið bilaði dempari og töpuðu þeir miklum tíma þar, á annari leið sprengdu þeir dekk og á fjórðu leið fauk næstum upp húdd og töpuðu miklum tíma við að reyna laga það og misstu framúr sér Daníel og Sunnevu og voru þeir fastir á eftir þeim síðustu kílómetrana.
Hlöðver og Halldór á Toyotu og Daníel og Sunneva á Hondu börðust grimmt um 1 sætið í 2000 flokki og hafði Toyotan vinninginn í lokin með 2 sekundna mun.
Daníel stóð sig vel því hann var með umbúðir á hægri hendi eftir að hafa brákað hendina á sér fyrir 2 vikum síðan og varð hann því að stýra að mestu með vinstri hendinni.

Úrslit fóru svo:
1.Rúnar og Baldur……….Subaru…0:58:11
2.Sigurður Bragi og Ísak..Metro.…1:03:21
3.Hlöðver og Halldór……Toyota…1:07:21
4.Daníel og Sunneva.……Honda…1:07:23
5.Aðalsteinn og kristófer..Toyota…1:14:03
6.Hilmar og Fylkir………Toyota…1:17:44
7.Jóhann og Hilmar………Trabant…1:24:42
8.Elvar og Margrét……….Honda…1:26:38
9.Sighvatur og Úlfar…..…Jeep..duttu út á 1 leið,rafmagnsbilun
10.Guðmundur og Jón..…..Subaru.luku 2 leiðum,stýrisbilun
<br><br>Ég er Liverpool aðdáandi og ef þú ert ekki sáttur með það þá máttu bara éta sk*t!!!