Ég veit ekki hvort menn vissu almennt af þessu, en Björgúlfur - hinn nýji eigandi Landsbankans - fékk víst splunkunýjan Bentley líklega af Arnage gerð í afmælisgjöf á síðasta stórafmæli. Svona bíll kostar 30 milljónir úti í evrópu og líklegt að kostnaður hingað heim sé á bilinu 45-60 milljónir.

Bílnum fylgir ókeypis þjónusta í þrjú ár tel ég - það væri gaman að sjá svona grip með eigin augum.

Hefur einhver séð þennan bíl hér heima?

Ef þetta er þessi bíll þá er hann með 6.75 lítra vélinni og tveimur túrbínum í ofanálag. Líklegast í kringum 450 hestöfl.<br><br>“They cost the same as ugly ones&#8217;” Ferruccio Lamborghini um einkaritarana sína þrjá…