Smá Copy/Paste úr www.dv.is

“Höggið var svo mikið að jeppinn valt við áreksturinn og var ökumaður sportbílsins, sem var einn í bílnum, fluttur alvarlega slasaður til Akureyrar. Hann er meðal annars mjaðmarbrotinn. ”Alvarlegt bílslys varð á Siglufirði á þriðjudagsmorgun. Ökumaðurinn, sem er sautján ára, ók þá sportbíl sínum á miklum hraða norður eftir Langeyrarvegi þar sem hann missti stjórn á honum og ók á jeppa sem var kyrrstæður á nálægum gatnamótum.

Höggið var svo mikið að jeppinn valt við áreksturinn og var ökumaður sportbílsins, sem var einn í bílnum, fluttur alvarlega slasaður til Akureyrar. Hann er meðal annars mjaðmarbrotinn.

Ökumaður jeppabifreiðarinnar slasaðist hins vegar lítið. Þetta er þriðja alvarlega umferðarslysið sem á sér stað á Siglufirði á rúmu ári en þau má öll rekja til hraðaksturs og kæruleysis ungra ökumanna.“

…..

Mér finnst þetta nokkuð óhugnalegt slys, ætla ekki að fara út í flame á ökumanninn þar sem það er gersamlega siðlaust við þessar aðstæður. En hvað er málið með þennan veg, er þetta einhverskonar ”Grandi“ austfirðinga?, hvernig bíll var þetta og hvernig bílar voru hinir 2 sem fóru sömu leið.

Ég hef miklar áhyggjur af hraðakstri ”unglinga“ í dag. Þegar ég fékk bílprófið var það flottasta (og öflugasta) sem völ var á, einhverskonar Gti dós, Swift, Corolla, Colt Turbo, XR3i, P205 GTI o.s.frv. Auk nokkurra Doch Turbo 323 (en verðið á þeim var ekki á allra færi). BTW þá var þetta fyrir daga bílalána þannig að allir höfðu ekki færi á þessu.

Minn fyrsti bíll var Suzuki Swift Twin Cam, og hefði hann ekki mátt vera mikið öflugri, þá hefði maður án efa náð að klára hann og jafnvel sjálfan sig í leiðinni.
Næsti bíll var GTI Sunny 2.0 og þótti sá bíll Mjög öflugur á þeim tíma (1991). Maður hagaði sér eins og fáviti á þessu, keyrði hratt og tók handbremsubegjur.

Þessir bílar voru fjandanum nógu hættulegir fyrir ”ungling" 17-20 ára, en hvað blasir við unglingum í dag.. Þeir geta labbað inn í hvaða umboð sem er og tekið 200ha+ bíl út að smá cash og rest á láni. Þessir bílar eru engan vegin hæfir fyrir svona ökumenn. T.d. Subaru Impreza WRX (ég á einn svoleiðis núna), bara Guð hjálpi mér ef ég hefði fengið þannig vagn fyrir 10-13 árum síðan..

Hvað finnt ykkur um að takmarka hestaflafjölda ökutækja fyrsta árið (eins og gert er víða), t.d. 120hö max fyrstu 3 árin miðað við að viðkomandi sé tjónlaus og sektarlaus.

Ég hef bara áhyggjur af því að eitthvað unglingsgrey komi til með að drepa sig og einhverja saklausa í leiðinni komin vel á annað hundraðið á 200+ hestafla bíl og í þéttbíli.

hvað finnst ykkur?