Reynum að lífga korkinn aðeins við.

Hvað gerðist merkilegt í bílheimum árið sem þú fæddist?

Ég fæddist 1973 og get rifjað upp eftirtalin atriði:

Caterham tók við að framleiða Lotus Seven. (Mjög gott, ég er Lotus og Caterham aðdáandi)

Framleiðslu á Porsche 911 Carrera 2.7 RS lýkur, en hann var ‘73 módel eins og ég.

Porsche fór hamförum í kappakstri og sigruðu í hverjum sportbílakappakstrinum á fætur öðrum með 911 Carrera RSR 2.8. Sigur í síðasta Targa Florio vegakappakstrinum á Sikiley var með ólíkindum og það á síðasta ári kappaksturins sem olli heimamönnum miklum vonbrigðum. Reyndar notuðu þeir 3.0 RSR þar.

Það hefur vonandi margt meira minnisstætt gerst, en þetta er það sem ég gat munað eftir.<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>“I didn’t think it would go that fast.” - Colin Chapman</i><br><h