Ég á buggy-bíl(rail bíl) og minn heitasti draumur er að koma honum á götuna. Fór að skoða sona bíla á netinu sem eru löglegir á göturnar í USA og komst að því að þar þarftu varla að gera neitt nema bara fara með hann í almenna skoðum en hérna þarftu að láta verkfræðinga yfirfara hann allann, láta röntgenmynda allar suður og ég veit ekki hvað. Þetta er víst margra milljón króna dæmi að koma þessu á götuna og mér finnst að það ætti kannski aðeins að taka til í þessum laga blaðabunka um þessi mál. Ég meina þúst þar þarftu varla að gera annað en að setja á þetta stefnu ljós og hafa löglegt öryggisbelti og sv framvegis (að minnsta kosti í sumum fylkjum í USA) ekki fara með þetta í þessi marg milljón króna próf og skoðanir!! Tökum samann höndum og reynum að fá þá á Alþingi til að breyta þessu aðeins! Það geturu ekki verið að öll þessi próf og myndatökur séu nauðsynlegar! ég meina box er leyfilegt, afhverju ekki þá þetta!