nú er ég frekar pirraður … eitt það sem fer í taugarnar á mér er þegar einhver flautar á mig þegar ég á það ekki skilið.

Ég var að keyra inn í hringtorg áðan og bíll sem er í innri hring gefur ekki til kynna með stefnuljósi um að viðkomandi sé að fara út úr hringtorginu. Ég ek því inn í ytri hring en ég ætla út annari útkeyrslu. Nema hvað. Viðkomandi ætlar að fara strax út og nær að stoppa og flautar á mig. Ég horfi á bílinn til að fullvissa mig um að ekkert stefnuljós sé á honum og var svo ekki. Mig langaði mest til að stoppa og fara út úr bílnum og spurja viðkomandi hvort hann væri ekki örugglega með bílpróf og kynni að nota stefnuljós. Hringtorg eru frábær leið til að miðla umferð og það eina sem fólk þarf að kunna er að nota stefnuljós og að ekki má fara inn í innri hring ef maður ætlar út við fyrstu útkeyrslu. Sennilega hefði maður verið dæmdur í órétti þrátt fyrir stefnuljósaleysið .. en þó er ég ekki viss. Spurning um sönnunarbyrði og ef manni tekst að sanna það fær maður kannski 25-50 % rétt dæmdan.

Dune<br><br>———————————–
clean desk is a sign of a sick mind
———————————–