1970 prófaði Porsche sig áfram í notkun með hástyrktarefnum með það í huga að lengja endingu venjulegra bíla. Það er náttúrulega ljóst í dag að aðrir bílaframleiðendur eru ekki mikið að spá í þessa hluti þar sem nýjir bílar nálgast það sífellt meir að vera “einnota” í einum skilningi eða öðrum.
Ég held því fram að innan tíðar muni bílaframleiðendur hverfa aftur til teikniborðsins og bjóða táknælega fátæka bíla sem eru hinsvegar endingargóðir, einfaldir, öruggir og ódýrari í framleiðslu - semsagt að fyrr en síðar hlýtur áherslan á lúxusinn í öllum gerðum að minnka.
Ef einhver hefur upplýsingar um Porsche Longlife verkefnið þá eru þær vel þegnar - ég hef nefnilega ekki fundið neitt!
