Ef þið eruð einhversstaðar á ferð í Þýskalandi í grend við Stuttgart að þá skuluð þið endilega gera ykkur skoðunarferð um Benz verksmiðjurnar sem eru í Böbblingen rétt utan við Stuttgart. Þetta er svo sannarlega fyrir alla hvort sem þeir hafa geðveikan áhuga á bílum eða fólk sem hefur engan áhuga á þeim. Þetta er þvílíkt löng kynning eða um 3 tímar að mig minnir og það er alltaf e-ð í gangi. Þetta er ókeypis og mikið að sjá en því miður af skiljanlegum ástæðum er bannað að taka myndir.

Það er keyrt um með fólkið í vögnum og enskum guide um allar verksmiðjurnar og ekkert er sparað til. Reyndar það sem kom mér mest á óvart var að þessir bílar eru nánast eingöngu settir saman af róbótum og fáar hendur sem koma nálægt nema til þess að sjá til þess að þetta sé nú vel gert hjá þeim blessuðum.

Ég fór þarna fyrir 4 árum þá 17 ára og var með fjölskyldunni á ferðalagi og allir höfðu gaman af. Þetta er algjört möst fyrir bílaáhugamenn og svo ég tali nú ekki um Benz-áhugamenn.

Hvernig er það annars með ykkur hafið þið farið í einhverjar bílaverksmiðjur?