Það er orðið langt síðan að Hekla byrjaði að flytja inn Skoda, en hvað með Seat? Volkswagen grúppan á líka Seat og hefur gert frábæra hluti fyrir þá bíla.

Það er til mikið úrval af heitum Seat (eða var það SEAT?) sem nota þessa fínu 1.8l VW mótora með túrbínunni. Þeir eru almennt með meira áberandi útlit en VW en vöndunin er til staðar…
Þetta er svona eins og blóðheita, suðræna frænkan hans Skoda kallsins. Þessir bílar eru nefnilega yfirleitt á prýðisverði og höfða miklu betur til blóðheitu bílaáhugamannanna en VW. Ok, ok, ég hef líka setið inni í Bora (slæmt nafn) og fiktað í öllum vökvadempuðu hlutunum og káfað á plastinu í mælaborðinu en einn rúntur í Golf sannfærði mig um að þetta væri fínn bíll fyrir mömmu. Eiginlega of fínn því hún myndi aldrei gera sér grein fyrir hve góður hann er.<BR