Var að gramsa áðan í mælaborðinu í bílnum hjá mér, og fann lítinn hátalara sem búið var að troða uppí þar sem öryggjaboxið er. Hann er lítill, ferkantaður og svartur og er með litlum fót sem festur er með 2 skrúfum og hægt að stilla fótinn með því að losa skrúfurnar. Síðan er hann tengdur í 1 snúru sem er svört og hvít. Þetta var ekki merkt neitt nema með litlum svörtum límmiða sem voru einhverjir stafir á. Var bara spá í hvort einhver vissi hvað í fjandanum þetta væri að gera þarna, hef aldrei heirt neitt hljóð koma úr þessu eða neitt, var bara frekar hissa á að finna þetta þarna.