Jæja.. þá er komið að því.. ryðið virðist loksins ætla að drepa gömlu gulu löduna… Allavega sagði kallinn á verkstæðinu það að ég myndi trúlegast ekki geta fengið fulla skoðun nema með mjög dýrri viðgerð… En þessi bíll er búinn að reynast mér vel, og ég hef haft mikið gaman að honum og því langar mig í annan svipaðan…

Því óska ég hér með eftir Lödu, helst yngri en 1990, og helst með gott boddý (svona miðað við að þetta er Lada, þeir eru nú eflaust samt flestir betri en Keflvíski skrjóðurinn minn), helst sedan svo ég geti tekið spoilerinn af Dmitri og notað hann áfram…
Best ef vélin væri í góðu standi líka, þósvo vélin í Dmitri virki enn vel, þá nenni ég ekki að standa í því að skipta um vél.

Verðhugmynd 0-100 þúsund. (eru Lödur nokkuð að fara hærra hvorteðer?)
<a href=“mailto:bjornkrb@binet.is”>bjornkrb@binet.is</a><br><br><a href="http://www.tbk-online.tk">Tríó Bjölla klikk</a>, því þú þarft að fara í bað