Jæja nú þegar maður liggur heima í veikindum og lætur sér leiðast… er þá ekki málið að gera smá lista yfir það sem maður ætlar að gera við bílinn sem planað er að kaupa seint á árinu 2005 jafnvel 2006 fer eftir aðstæðum..

Til að byrja með þá ætla ég að kaupa mér Subaru Impreza wrx sedan MY03/04 …semsagt nýja útlitið, bíllinn á annað hvort að vera svartur, grár eða wrc blár.

Það sem ég ætla að gera fyrir hann er meðal annars.

Blitz Turbo timer
Blitz Boost Controller
Blitz Blow off valve

Mæla í hatti eins og flestir eru með.. samt látlausan og ekki þannig að hann byrgi sjón.

6 gíra kassa ef ég fæ hann.

Sti kúplingu, tvöfalda eða þrefalda ef það borgar sig.

Nýtt 2.5“ pústkerfi með látlausum stút. Ég er ekkert rosalega hrifinn af brálæðislegum hávaða og ég nenni ekki að einangra bílinn ef ég þarf þess ekki… auka þyngd og leiðinleg vinna.. ég myndi í mesta lagi nenna að fá mér betri teppi.

Injen cold air intake. racing.

Betra fjöðrunarkerfi og bremsur.

Ég ætla að taka original millikælinn úr og setja stærri á bak við framstuðarann og í staðinn fyrir að gera eitthvað eins fáránlegt og snúa scopinu við (ekki illa meint Valdi).. þá ætla ég bara að setja GX húdd á hann.

Svo langar mig í einhverjar flottar felgur, kannski gulllitaðar 18” Prodrive P1 felgur á Pirelli P-Zero 225/35/18 dekkjum, eins og Palli er með á sínum


Varðandi græjur þá langar mig í Alpine 1000W 10" Type R keilu, Clarion Spilara, og einhverja góða hátalara með áherslu á hljómgæði yfir hávaða.

Jæja þetta er eiginlega flest það sem mér datt í hug.. ef einhver er með snjallar hugmyndir þá eru þær vel þegnar<br><br>—————————–
Everybody be cool, you be cool!