Jæja bílahugarar, þá er kominn tími á að gera eitthvað fyrir lakkið á bílnum. Grjótbarið húdd og leiðinlegar rispur er mjög algengt að sjá á bílum hér á landi en er yfirleitt ekki það slæmt að fólk tími að láta heilsprauta bílinn.

Nú er maður oft að rekast á auglýsingu frá teflon.is þar sem þeir lofa þjónustu sína og góðann árangur við “endurlífgun” á lakki bíla.

Nú langar mig að heyra frá þeim sem hafa prufað þetta eða séð bíla sem hafa verið teknir í gegn þarna eða annars staðar þar sem svona meðhöndlun er í boði. Er þetta kannski bara það sama og flestir kalla mössun?
Er blettunin hjá þessum aðilum alveg í topp gæðum eða bara eins og þegar viðvaningur eins og ég leik mér með pensilinn í skúrnum heima?
Auðvitað er ekki verra að fá að vita hvað menn borga fyrir þetta.

Endilega látið í ykkur “heyra”, takk fyrir að nenna að lesa þessa löngu fyrirspurn. <br><br>www.f1.com