Ég var að vellta fyrir mér að leggja fyrir ykkur spurninguna hver er skemmtilegasti gti bíllinn og hver þeirra er öflugastur ég er að tala um gti og allt því líkt. Ég er sjálfur búinn að eiga tvo Honda crx, eina mözdu 626 2000 gti, swift gti, toyotu 1600 gti, galant of núna á ég Sunny 2000 gti. Sjálfum finnst mér crxinn einn sá allra skemmtilegasti, hann er léttur, sprækur, flottur, eyðir engu og best af öllu hann liggur eins og klessa! Mazda 626 2000gti er mjög góður í akstri og fanta öflugur. Ég fór til dæmis einu sinni upp á mílu og tók gamlan camaro 5l í spyrnu. Gallinn við mözduna er að hún er eyðslufrek og 626 mætti vera líkari sportbíl í útliti. Swiftinn er mjög fyndinn gripur léttur og sprækur enn kassarnir eru algjört rusl! Toyotan var góður í akstri en frekar máttlaus. Galantinn finnst mér frábær og hann skilar sko sínu og það er mjög gaman að keyra hann á 220 km hraða á söndunum! Sunny 2000 gti er faratækið mitt í dag. Hann er með opið púst og loftsíu. Fínn kraftur. Leik mér að crx. Kostur við sunny er líka að hann er ekki bara öflugur heldur er hann líka mjúkur í akstri þegar maður er að crúsa! Mig langar að heyra hvaða bíla þið eigið eða hafið átt og hvaða bílar ykkur finnst bestir af þessum gti tuðrum. Ekki síst hvern þeirra þið teljið öflugastan!