Eins og flestir vita hefur mikið verið um vélarhrun í þessum bílum… jæja.. Hekla segir að þetta séu gallaðar vélar.. og ef að eigendurnir eru 17-24 ára gaurar þá kenna þeir meðferðinni um… en… ég fór að kanna málið þar sem að ég er mikill aðdáandi Mitsubishi og þar sérstaklega Galant… 4G63 blokkin sem er í þessum bíl er til í eftirfarandi útfærslum:

4G63 – 8ventla hedd og 112,7hö.. – NON TURBO – Galant 84-88, 88-93
4G63 – 16ventla hedd og 139,8hö.. – NON TURBO – Galant GTi16v 89-93, Galant GLSi 93-03 | Eclipse 91 og uppúr
4G63T – 16ventla hedd og 217,8hö.. – TURBO – Galant VR-4 89-92 | Lancer Evo (allir bílarnir) | Eclipse 91 og uppúr

í Galant GTi16v (89-93) áttu allir við sama vandamál að stríða, enda fáir svona bílar eftir hérna á Íslandi… þessir fáir sem eru eftir áttu trúlega svona góða eigendur að þeir lásu allar bækurnar sem að fylgdu bílnum því að í þessum bókum stendur að 16v 4G63 mótorinn þarf að fara oftar í smurningu og með minna millibili heldur en 8v 4G63 mótorinn.. enda hef ég líka séð 8ventla vélarnar fara alveg uppí 420.000km… endilega látið mig vita ef að þið kannist eitthvað við þetta.. t.d Eclipse teymið.. þið eruð jú með sömu vélar og við í Galant teyminu ;)

Alls ekki spyrja mig varðandi þennan styttri tíma.. spyrjið Mitsubishi ;) ég hef enga hugmynd af hverju þetta er svona.. “þetta er bara svona”