Ég hef alltaf viljað eiga nýlega góða bíla. Ég er bara 21 árs en hef átt marga góða bíla í gegnum tíðina.. Sunny GTi, Passat 1,8T árgerð 2000(bilaði reyndar oft) og loks Subaru Imprezu GT. Svo byrjaði ég í skóla aftur í haust og það var soldið erfitt stundum að borga af láninu af Imprezunni, 28.000 kall á mánuði, en mér fannst alltaf í lagi að vera blankur og eiga svona skemmtilegan og nýlegan bíl. Svo voru foreldrarnir, vinirnir og kærastan og allir að nöldra í mér að fá mér ódýrari bíl meðan ég væri í skóla því það væri svo erfitt að vera að borga lán. Ég var ekkert sérlega skynsamur með Imprezuna, skuldaði eitthvað um 1,5 milljónir í henni, en mér fannst þetta þess virði. Svo kemur að því að ég losa mig við Imprezuna og fæ 400.000 kall í peningum og einhver stelpa tók yfir lánið.

Þá hófst leit að praktískum, góðum og traustum bíl, með gott umboð(IH eru frekar leiðinlegir), og loks fann ég Corollu 1300 árgerð 1994, sem er andskotanum leiðinlegt að keyra, ekna 135.000 sem á ekkert að vera mjög mikið því þetta eiga að vera sterkir bílar. Nema að ég er ennþá að borga 30.000 kall á mánuði og í þetta sinn í viðgerðir. Þessi “trausti” bíll er búinn að vera djöfulli erfiður. Kúplingin, stýrisgangurinn,, framhjólalega, rafmagnsrúðumótor og núna hjöruliður. Á ca 4 mánuðum. Það tekur fokkings rúmar 2 vikur að fá hjöruliðinn. Svo er alltaf verið að tala um þessa rómuðu Toyota- varahlutaþjónustu. Á meðan er ég með þennan bíl stopp því hann er ómögulegur í stýrinu og ég nenni ekki að keyra hann þannig. Ég er að keyra oft til Akureyrar og vinn í Keflavík svo ég þarf bílinn í lag strax. Mér finnst þessi varahlutaþjónusta frekar léleg miðað við það sem ég hafði heyrt

Þessi Corolla fór í ástandsskoðun áður en ég fékk hana og kom mjög vel út. Allir mæltu með henni, bílasalar, bifvélavirkjar, sjálfskipaðir sérfræðingar í fjölskyldunni. Þetta átti að vera traustur bíll.En hefði ég átt Imprezuna ennþá væri ég ekki jafnblankur og ég er núna plús það ætti ég bíl sem ég væri ánægður með en ekki þennan kraftlausa, leiðinlega og ömurlega bíl. Ég hata þennan bíl meira en pestina og þurfti að stilla mig um að sparka ekki í kvikindið áðan.. :)

Eftir 2 vikur þegar ég verð búinn að fá bílinn í lag sel ég hann strax og nota svona 300.000 kall af því í útborgun á einhverjum nýlegum, traustum bíl og held áfram að borga 20-30 þ kall á mánuði.. í það sinn með glöðu geði :)