Ég kom við áðan á Shell stöðinni við Reykjanesbraut í Kópavogi og ætlaði að kaupa nokkur rafmagnstengi… “ekki til”..

Ég er orðinn soldið hissa á hve bílavörurnar eru að hverfa af bensínstöðvunum, þá sérstaklega Shell, og þjónustan líka… ég man þegar fólk var að kvarta yfir háu bensínverði hérna á Íslandi, þá var alltaf viðlagið hjá olíufélögunum, “við græðum ekkert á bensíninu, heldur olíum og varningi sem er seldur á stöðvunum”..

ok, skoðum þessa rökfærslu aðeins, Mobil 1 brúsi kostar hér ca 1000 kall, meðan sama olía kostar um 250 kall í USA,, engin smá álagning í gangi hérna.., en hve margir kaupa olíu á bensínstöðum? getur það verið að olíukaup landans ásamt pulsukaupum og kóki geti haldið úti þessum milljarða fyrirtækjum ? ég leyfi mér að efast um það, það eina sem ég versla mér á bensínstöðvum er bensín, rúðupiss og sígarettur,,

Nú veit ég að þessi fyrirtæki eru að græða slatta á skipaflotanum, en come on !!.. Rekstrartekjur Esso fyrstu 9 mánuði 2002 voru rúmir 11 milljarðar !!.. ekki slæmt af olíu og pulsusölu?<br><br><b><font color=“red”>Speed is just a question of money. How fast can you go?</b></font