Ég á Toyotu árgerð 94, beinskipta og kúplingin í bílnum er eitthvað skrýtin. Þegar maður kúplar heyrist svona ískur, einsog það sé einhver stirðleiki eða eitthvað. Svo þegar maður dregur kúplinguna upp kemur þetta hljóð líka. Kúplingin virðist samt vera í góðu lagi, snuðar ekkert, bara þetta hljóð. Gæti einhver ímyndað sér hvað gæti verið að og hvað get ég gert?

Takk.