Svona til að byrja á einhverju þá kláraði ég meiraprófið síðastliðinn október, semsagt leigubíl, rútu og vörubifreið hjá ökuskólanum í mjódd, sleppti trailer.

Mér líkaði mjög vel bóklega kennslan og ökutímana hjá Knút Halldórssyni.
(Semsagt fyrir þá sem ætla að fara taka venjulegt bílpróf, B-réttindi þá mæli ég með honum. Einnig mæli ég með Þorvaldi Finnbogasyni sem var B-réttinda ökukennarinn minn á sínum tíma, Þetta eru mjög rólegir og góðir ökukennarar á góðum bílum. Knútur er á Benz C ´96 og Þorvaldur var allavega á Toyota Carina E ´96 veit ekki hvort hann er kominn á nýjann.)

Enn ég ætla að láta það flakka hér og nú að mér líkaði alls ekki við manninn Grétar H. Guðmundsson sem kennir á vörubifreið og trailer.

Það sem ég var óhress með var að hann t.d. í fyrsta ökutímanum var ég ekki viss á gírskiptingunni og hann “ape-aði” yfir mig að kunna ekki á hana - Hey, vá, hvernig væri að kenna á hana!!!
Og æ, hann var alltaf bara að skammast í stað þess að leiðbeina og alltaf í gsm-símanum sínum. Mér fannst það frekar pirrandi og bara maðurinn einfaldlega leiðinlegur. Ég talaði við fleiri sem voru að læra á svipuðum tíma og ég og þeir sögðu það sama um hann.
Enn vegna þess að ég var búinn að borga fyrir ökukennsluna á vörubílnum ákvað ég að klára það enn bíða með trailerinn því ég gat ekki hugsað mér að borga þessum manni 30 þús kr aukalega til að láta hann kenna mér á trailer. Svo kom snjórinn og mig langar ekki til að læra keyra stórann bíl í snjó svo ég hef beðið.

Nú er jörð orðin þokkalega auð og mig er farið til að langa að taka trailerinn. Enn málið er hjá hverjum á ég að taka trailerinn!

Og nú er ég að vonast eftir að einhver geti bent mér á einhvern skemmtilegann og góðann trailer kennara.
Er einhver hérna sem hefur lært hjá Nýja ökuskólanum?
Hvernig eru þeir Svavar Svavarsson og Halldór Jónsson trailer kennarar? Og hvernig er bíllinn sem kennt er á?
Eða vitið þið um einhverja aðra sem kenna á höfuðborgarsvæðinu?

Kveðja
Svessi

P.S. Annars ef einhvern vantar mann með meirapróf þá er ég hér d;D