Ég var að flytja til Reykjavíkur frá Akureyri, þar sem er nb ekki saltaðar göturnar á veturna, sem hefur bæði kosti og galla. En mér líður hræðilega núna. Sjá alla bílana útataða í saltpækli. Ógeðslegt. Þetta sest á undirvagninn, inní brettin og allstaðar og ef bíllinn er viðkvæmur fyrir(Subaru), er hann fljótur að ryðga með þetta ógeð á sér. En á móti kemur að saltið hentar betur á göturnar, en sandurinn, hann stíflar og fleiri leiðindi. En það er bara best að splæsa 1000 kalli í bílaþvott og láta sig hafa það að bíllinn verði frosinn í fyrramálið :)/:(