Ég lenti í áreskstri í Ártúnsbrekkunni (um 16:30 í dag, frekar neðarlega og var í átt að vesturlandsvegi/árbæ) í dag, af algerri óhhepni keyri ég frekar harkalega aftan á bíl og veldur það því að hvorugur bíllinn getur keyrt útí kant sökum skemmda á brettum og fleira og þurfti að draga þá í burtu, meðan við biðum eftir lögreglu og dráttarbíl þá töfðum við umferðinu og það var auðvitað ekkert við því gerandi, sökum þungrar umferðar þá tók það lögguna um 15 mín að koma á meðan við biðum var mér brugðið, það er alveg ótrúlegt hvernig fólk hegðar sér við svona.. Góð dæmi:

-Fólk keyrir lúshægt framhjá til að sjá hvað gerðist og forvitnin er alveg drepa það að það stoppar til að sjá skemmdir sem koma þeim ekki rassagat við! Og það tefur umferðina ekkert minna en við.

-Fólk er öskrandi út um glugga, segjandi okkur að drulla okkur út í kant, AUÐVITAÐ HEFÐI ÉG GERT ÞAÐ HEFÐI ÉG GETAÐ KEYRT ANDSKOTANS BÍLINN ÚT Í KANT

-Það var einn sem gaf mér puttann ( .|. ), hvað er að svoleiðis fólki ? Það er ekki mér að kenna að hann er lagður í einelti í vinnunni…. og hver er ástæðan ? Ekki átti hann hinn bílinn.

-Svo auðvitað allar mannvitsbrekkurnar sem lágu á flautunni og sýndu þessu engann skilning, það var annað óhapp þar sem voru slys á mönnum (að mér skilst) ofar í brekkunni og auðvitað voru tafir.

Ég skil auðvitað að fólk verði pirrað á svona hlutum, maður hefur auðvitað lent í því sjálfur að tefjast út af svona hlutum en aldrei dytti mér í hug að hegða mér svona :(
Það sem fór mest í mig var forvitna fólkið !
Ég held að sumir þurfi að fara endurskoða hegðun sína í umferðinni.

Komið endilega með ykkar álit.

Kveðja… Addi

Undirskriftir gegna engum tilgangi.

<br><br>Undirskriftir gegna engum tilgangi.