Ég er búinn að vera gera upp '85 árgerð af Porsche944, eins og nokkrir hér vita. Þetta er búið að taka mig 9mánuði þessi vinna og er búin að kosta mikið. Bíllinn var nánast orðinn tilbúinn fyrir sprautun og ég var bara að fara undirbúa hann fyrir að rúlla honum útúr skúrnum.
Bíllinn stóð á búkkum inni í skúr þar sem hann hefur verið meðan ég hef verið að vinna í honum. Ég kom inn í skúrinn á laugardaginn og fann strax hitalykt. Ég hafði ekki miklar áhyggjur af því, því að þarna inni er stór loftpressa sem fer öðru hvoru í gang og svona hitalykt kemur oft af henni þegar hún hefur verið í gangi.
Svo var ég kominn á legubretti undir bílinn og var að myrja tektil inn í brettið þegar ég heyrði furðulegt hljóð innan úr bílnum, eins og hundsgellt bara lágt og frekar þungt. Ég leit strax upp og sá að allt mælaborðið á bílnum var orðið alelda!!
Sem betur fer var slökkvitæki þarna nálægt sem ég greip og reif upp hurðina á bílnum og dældi úr því á eldinn.
Það logaði allt mælaborðið, mælarnir allir og stýrið mitt nýja sem ég hafði keypt(35þús kall!) og það var eldur bak við mælaborðið, sem ég náði ekki að slökkva strax vegna reyksins, ég gat ekki andað og sá ekki neitt heldur.
Nú er þetta allt brunnið frá mælaborði og upp í loft, sólskyggnið lak niður í sætið.
Nú er þetta allt brunnið sem ég hef verið að vinna í. Allt inni í bílnum!<br><br>

“ To much power is not enough”
Accent ‘95 - Micra 2,0GTi ’96