Ég er núna að leita mér að lítið keyrðum bíl, sem má ekki kosta mikið. Einn bíll sem stendur til boða er Hyundai Coupe með 2000 vél. Ég get fengið þennan bíl á fáránlegu verði miðað við að hann er keyrður 45.000 km og er árgerð 1998. Fyrst neitaði ég að prófa bílinn, hef haft fordóma útí Hyundai og þótti útlitið svolítið vafasamt. Einnig hafa þeir lágt endursöluverð, en ég keyri svo rosalega mikið að bílarnir mínir eru næstum verðlausir þegar ég sel þá. Ég bý nefnilega í Reykjavík, vinn í Keflavík, kærastan býr á Akureyri og besti vinur minn á Selfossi. Ég hef alltaf átt Toyotur, en nú er ég farinn að hugsa því í ósköpunum er ég að binda mig við þessa tegund? Endursöluverð er ekkert gott. Umboðið tekur mann í rass*** í uppítökum, þeir hafa ekkert verið að reynast neitt frábærlega, miðað við hve mikið er tönnslast á “Toyota – tákn um gæði” Ég hef lent í talsverðum leiðindum með síðustu Corolluna mína, árgerð 1998 og var ekin 160.000 km þegar ég seldi hana á slikk.

Þessvegna er ég að spá, hvort ég sé nokkuð verr settur með þennan Hyundai. Hann er kraftmikill. Ég kann vel við hann í akstri og samskonar Toyota sem ég fæ fyrir sama pening er Carina 1800 96 eða Corolla 1300 árg. 97-98. Endursöluverðið skiptir mig engu máli. Toyoturnar hafa fallið þokkalega mikið.

Endilega segið ykkar álit… en ekkert vera að segja mér hvað Coupe-inn sé ljótur.. hann venst.


<br><br>“Á aðfangadagskvöld, þegar ljósið skin svo skært
settist maður einn við borð og hjarta hans var tært
það er grátleg saga, úrið lentí hans maga
hvað er klukkan Birgir?,
spyr þjóðin og syrgir”
OH.