Eins og hefur komið fram á fleiri áhugamálum hér á Huga þá eru ekki allir jafn færir í íslenskri stafsetningu og réttritun. Það er algerlega óþarfi og frekar hallærislegt að þurfa að pota inn hvað þessi eða hinn er lélegur/léleg í stafsetningu. Til eru hlutir eins og les- og skrifblinda sem þónokkuð margir einstaklingar þjást af í okkar þjóðfélagi. Bæði skólayfirvöld og stjórnvöld hafa viðurkennt þennan vágest og reyna til hins ýtrasta að koma í veg fyrir hann. Hins vegar eru sumir fávitar sem lifa enn í forneskjunni og fatta ekki að allir eru ekki jafn “fullkomnir” og þeir. Það er nánast í öðrum hverjum pósti að eitthvað fíflið fær montprik upp í rassgatið fyrir það eitt að finna stafsetningarvillu hjá einhverjum öðrum. Þið ættuð kannski að stofna nýtt áhugamál hér á Huga - Íslenskt málfar. Tilgangur þessa vefs er að fólk hafi samastað í að ræða um áhugamál sín, ekki fara aftur í barnaskóla til að láta einhvern leiðrétta stafsetningu hjá sér. Drullisti bara eitthvað annað.
Fynst mér ég ætti að fá undirskrift hjá stjórnendum (í svörum) mér til stuðnings því allir heilvita menn vita hvað ég er að fara með og stjórnendur eru jú til að stjórna.