jæja… var að “fjárfesta” í Subaru Justy held ég, 80 og eitthvað árgerð man ekki… kostaði mér 25000 kall, var grand á því í dag og fékk mér glænýtt púst á næstum því sama verði :)
1000 vél… 4wd… en framdrifið er ónytt, svo hann er bara aftur hjóladrifinn og getur mökkað einslengi og hann vill takk fyrir það! reykur og allt. og þegar vantaði pústið var þetta einsog Trans Am.
En jæja þetta var bara forleikur
svo vill til að ég á helling af jbl græjum og geislaspilara og allt þetta helviti magnara og svona…
en rafgeymirinn eða altanirtor eða eitthvað veit ekki hvernig þetta er sagt einu sinni :).
Er að klikka þvi þetta nær ekkert að keyra þetta allt.
1. Dofna ÖLL ljós niður… slökknar í versta tilfelli.
2. Slökknar bara á geislaspilaranum takk fyrir það!
3. ALLTAF! ÞEGAR GELLUR KOMA INNI KAGGANN MINN ÞÁ SLÖKKNAR Á GRÆJUNUM, ÞANGAÐ TIL AÐ ÞÆR ERU FARNAR ÞÁ PUMPA ÞÆR UPP! en ég er buinn að laga það held ég… var að því áðan þarf bara að hringja í stelpurnar og byðja þær um að koma í hann.

Hvað er málið? þarf ég að fá nýjan altanintor eða rafgeymi? hvað kostar þetta dót? og er erfitt að setja það í? eða þarf ég að láta stóra bróðir hjálpa? :)<br><br>En þetta er nú auðvitað bara sagt í gríni og fólk á að hlæja af þessu.
Þetta er nú bara sagt í góðu gríni.