Ég get ekki annað en orðið pirraður þegar maður les svona fréttir eins og ég peista hérna að neðan frá mbl.is.

Þarna er einhver amerískur fornleifafræðingur sem ákveður eins og bjáni að fara einn yfir Vatnajökul á gönguskíðum í Desember, ég meina er allt leyfilegt hérna? og athugið, að þetta er í 3 sinn sem þessu fífli mistekst þetta, já,, hann er búinn að reyna að fara yfir jökulinn 2svar áður,,,
Hvernig haldið þið að það sé að vera rifinn af heimili sínu um jólahátiðirnar til að leita að einhverjum bjána á Vatnajökli !!!? það á að banna svona…. og hverjir haldið þið að borgi svo brúsann? jú, við… þ.e. íslendingar, með framlögum til hjálparsveitanna og flugeldakaupum,,,það á að láta svona menn borga fyrir leitina þegar svona uber heimska sannast á þá,,

svo er annað sem ég bara get ekki heldur skilið, það eru rjúpnaskyttur sem fara á fjöll með 200þ króna haglara, á 5 miljón króna jeppum en þeir tíma ekki að kaupa sér 20þ króna GPS tæki… ég meina eru menn algjör fífl?

arg, well,, ég fer alltaf í vont skap þegar ég sé svona fréttir,


Tekið af mbl.is
Björgunarsveitarmenn frá Höfn í Hornafirði fundu bandarískan ferðalang sem leitað hefur verið að á Vatnajökli, um 20 km fyrir austan Grímsvötn klukkan 9:15 í morgun. Samkvæmt upplýsingum Slysavarnafélagsins Landsbjargar er snjókoma á þessum slóðum og skyggni mjög takmarkað og því tók það björgunarsveitarmennina talsverðan tíma að finna manninn þótt vitað væri um staðsetningu hans með nokkurri vissu.
Verið er að taka saman búnað mannsins en hann verður síðan fluttur í jeppa björgunarsveitarmanna niður Skálafellsjökul og þaðan til Hafnar í Hornafirði.

Maðurinn hefur verið á ferðalagi frá 18. desember er hann lagði af stað frá Jökulheimum. Hann ætlaði að vera á ferð í 30 daga og ganga á gönguskíðum austur yfir Vatnajökul og fara þaðan niður Lambatungnajökul en hefur verið fastur síðustu þrjá daga við Grímsfjöll og ekki getað haldið ferð sinni áfram vegna snjókomu.

Hann óskaði eftir því í gegnum gervihnattasíma í gærkvöld að verða sóttur og klukkan hálf tvö í nótt lögðu björgunarsveitarmenn frá Höfn í Hornafirði af stað á fjórum jeppum og fjórum vélsleðum. Klukkan tvö lögðu síðan þrír jeppar, tveir snjóbílar og fjórir vélsleðar af stað frá Árborg, Hellu og Hvolsvelli.
<br><br>“Facts are stubborn things”