Mig hefur um nokkurt skeið langað til að læra bifvélavirkjun. Því miður leyfir vinnuálagið ekki að ég taki námið með vinnunni, og fjárhagurinn bíður ekki upp á að ég hætti að vinna á meðan ég er í námi. Ég ætla því að fara að versla mér bækur um efnið og lesa mér sem mest um fagið sjálfur. Gallinn er bara sá að ég veit ekkert hvar ég á að byrja, og því spyr ég ykkur hvaða bókum þið mælið með. Mig langar í bækur um allt frá pústupphengjum að tölvustýrðum eldsneytiskerfum (í stuttu máli um alla þætti bílsins). Og ef þið vitið um einhvern bréfaskóla sem kennir bóklega hluta (augljóslega ekki meira:) bifvélavirkjunnar þá mundi ég endilega vilja heyra af því.

Með jóla kveðju, Tyrone<br><br>———————————————-
Fat bloody fingers are sucking your soul away