voðalega er rólegt núna á korknum.

Stundum þegar ég er að keyra úti langar mig til þess að öskra “hvað í andskotanum ertu að gera” þegar ég sé hvað sumir eru að leyfa sér í umferðinni.

Eitt er það þegar umferðin þyngist en það er þegar ökumenn fara út á gatnamót án þess að komast yfir gatnamótin vegna umferðarþunga. Einhver regla segir að menn eigi ekki að fara yfir gatnamótin nema að vera vissir um að komast yfir. Þetta hef ég sé æði oft núna í jólaösinni. Nú þegar þetta gerist stoppar umferðin sem er að fara í hina áttinu. Dæmi: Gatnamótin á Háaleitisbraut og Kringlumýrarbraut.

Annað er en það eru stefnuljósin. Ég keyri oft um gatnamót þar sem meginþorri umferðarinnar er að beygja inn á tvíbreiða götu. Ef allir gæfu stefnuljós gætu menn raðað sér á sitthvora akreinina og þannig myndi umferðin ganga hraðar. En á meða menn gefa ekki stefnuljós veit maður ekki hvort viðkomandi er að fara að beygja eða ekki. Hvað er málið: Af hverju er svona erfitt að gefa stefnuljós??? Dæmi: Sömu gatnamót og að ofan og einnig gatnamótin Háaleitisbraut Ármúli/Safamýri.

Þriðja atriðið er þegar maður er í röð á aðrein og bíllin fyrir framan er svo lengi að koma sér inn á akreinina og einnig það að af bíllinn fyrir aftan er svo óþolinmóður og þrykkir sér strax inná án þess að taka tillit til þeirra sem eru fyrir frama. Ég var t.d. að sýna smá þolinmæði vegna þess að bíllinn fyrir framan mig var lengi að koma sér inn á akreinina en þá fékk ég einhvern fyrir aftan mig sem fór þá náttúrulega inná akreinina og lokaði á mig og bílinn fyrir framan mig.

Ég veit ekki hvað er að en ég hef keyrt mikið erlendis í stórborgum og þar er þetta sko ekki vandamál.

DON<br><br>———————————–
clean desk is a sign of a sick mind
———————————–