Vinur minn keypti sér Toyota Avensis ´98 í haust. Þetta var ákaflega vel með farinn bíll, einn eigandi frá upphafi og alveg stífbónaður þegar hann keypti bílinn af P.Samúels. Vinur minn er mjög upptekinn drengur, og hefur engan tíma til að hugsa um bílinn sinn og hefur ekki oft þvegið hann síðan hann fékk hann og að innan er bíllinn einsog ruslahaugur.

En það sem er svo skondið er að fyrri eigandi bílsins, eldri maður, býr í götunni sem vinur minn á heima í og er ekki par ánægður með gamla bílinn sinn. Hann hefur nokkrum sinnum talað við vin minn um að hann ætti að þrífa bílinn og hefur gefiðhonum miða á Bílaþvottastöðvar Glans. Stundum sjáum við karlinn á kvöldin þegar hann er í gönguferð, þá skoðar hann bílinn hátt og lágt og hristir hausinn. Aumingja kallinn virðist alveg miður sín að gamli bíllinn sé í svona slæmum höndum. Augljóslega hefur honum þótt vænt um þennan bíl.

Kannast einhver við það að bera einhverjar “tilfinningar” til bíla? Eru bílar dauðir hlutir í ykkar augum eða bara einn hluti af fjölskyldunni?<br><br>“Á aðfangadagskvöld, þegar ljósið skin svo skært
settist maður einn við borð og hjarta hans var tært
það er grátleg saga, úrið lentí hans maga
hvað er klukkan Birgir?,
spyr þjóðin og syrgir”
OH.